Tilkynningar og fréttir


12. - 16. mars

Í íslensku erum við að ljúka við bókina "Sitt af hverju I".  Við tókum könnun í stafsetningu. Við æfðum lesskilninginn og lásum sögu um Ljónið og músina.  Við skrifuðum í Dagbók og vorum dugleg í mörgum námsbókum. 

Í Einingu vorum við að læra að stækka og minnka myndir.   

Við unnum í Vasareikni , Viltu reyna og Sprota.

Við lærðum um reikistjörnuna Mars í samfélagsfræði.5. - 9. mars.

Við fórum í hópana sem við verðum í á þemadögum.  Þar ræddum við aðeins um það sem okkur langar að gera en þemavikan er vikuna 20. - 23. mars.  Þemað verður borgir.

Í Einingu erum við að læra að hliðra myndum.

Í íslensku erum við að klára bókina Ritrún 3 og erum langt komin með Við lesum C. 

Í ensku erum við að æfa okkur að nota orðin in, on, under og by í setningum.

Í samfélagsfræði vorum við að læra um Venus.


13. - 17. febrúar.

Á bolludaginn þann  20. feb. mega börnin koma með bollur með sér  í skólann.

Á miðvikudaginn 23. feb. er öskudagur og nemendur mæta í öskudagsbúning og mega koma með sparinesti

(þ.e. eitthvað úr bakaríinu, ekki sælgæti eða gos).

Dagana 23. og 24 febrúar er vetrarfrí.

  Við héldum áfram að vinna með himingeiminn.  Nemendur eru búnir að kynna sín verkefni fyrir bekkinn og hefur það gengið mjög vel.

Við erum líka dugleg með yndislesturinn og skráum niður þær bækur sem við lesum í skólanum.

Annars hefðbundin skólavika.

Það hafa verið stofnaðir vinahópar í bekknum og blaðið um vinahópana er hér að neðan í fylgiskjali.13. - 17. febrúar.

Nemendur eru búnir að kynna fyrir bekknum sínum verkefni sem þeir gerðu um himingeiminn.  

Hér er hægt að skoða verkefnin.6. - 10. febrúar.

Hefðbundin skólavika að baki.  Við höfum verið dugleg í námsbókum s.s. Verkefni fyrir vasareikni, Einingu, Ritunarverkefni, Orðaskyggni og fleiri bókum.

Við fórum í hópavinnu og það gekk mjög vel.  Einnig vorum við með Söngvakeppni og hlustuðum á lögin í Evróvision og gáfum stig.  Niðurstaðan hjá okkur var sú að lagið "Stattu upp" vinnur keppnina :-)

Minni á foreldravikuna í næstu viku og Stafsetningarátakið í heimanámi.

Góða helgi,  Guðrún8. febrúar.

Kæru foreldrar/forráðamenn!

Ég vil minna á að enn er opið fyrir leiðsagnarmatið en það lokast um miðnætti annað kvöld.  Ég vil hvetja foreldra til að setjast niður með barni sínu og fylla út matið þar sem það skapar oft góðar umræður um skólann.   Foreldrar geta skoðað matið frá kennurum í heild sinni um helgina ef þeir óska þess þar sem opnað verður fyrir ummæli kennara á föstudaginn.

Vikan 30.janúar - 3. febrúar.

Hæst ber í fréttum að við fengum nýjan strák í bekkinn okkar.  Hann heitir Viktor Kári og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Við fórum í kannanir í lestri, lesskilningi, skrift og stærðfræði. 

Í Einingu erum við að læra um einingar, tugi, hundruð og þúsund og erum að æfa okkur í að lesa tölur upphátt sem eru hærri en þúsund t.d. 6732, 2590 og 4455.

Í íslensku erum við að æfa okkur á orðum með tvöföldum samhljóða.

Í ensku erum við að æfa okkur að spyrja hvort annað og svara á ensku.  What can you do?

I can ...How old are you? I am ____ years old.

Í samfélagsfræði erum við að læra um lengdar- og breiddarbaug jarðarinnar.


Vikan 23. - 28. janúar.

Hæst ber  til tíðinda að við fórum og heimsóttum Mjólkursamsöluna á fimmtudaginn. (Sjá myndir á heimasíðu skólans).

Í síðustu viku byrjuðum við að vinna verkefni um himingeiminn í samfélagsfræði.

 Verkefnið er m.a samþætt við upplýsingatækni  og myndmennt og fengu 

nemendur að horfa á myndbönd í tölvustofunni um himingeiminn.Meðal annars 

þetta hér: http://youtu.be/17jymDn0W6U  Í framhaldi vinna nemendur að 

kynningarmyndbandi um reikistjörnurnar.  Nemendur eru alveg sérlega áhugasamir.

Við reynum að hefja hvern skóladag á 10-15 mínútna yndislestri.  Í yndislestri geta

 nemendur lesið í bók að vild sem þeir taka á bókasafninu. Nemendur skrá niður bækur og blöð sem þeir lesa í þar til gerða yndislestrarmöppu.  Þannig hafa 

nemendur og kennari yfirsýn yfir lesefni vetrarins.

Í vikunni fórum við af stað með átakið „bætum heiminn og byrjum á okkur“.  Í 

síðustu viku áttu nemendur að koma með hugmyndir um það hvernig við gætum 

bætt heiminn.  Dregið verður á föstudögum úr pottinum og eiga nemendur að 

vinna markvisst að því að uppfylla átak vikunnar framundan.  Í næstu viku ætlum

við að hafa brosviku og einbeita okkur að því að vera jákvæð.

Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra stuðningskennara sem koma inn í 

bekkinn og aðstoða á margs konar hátt.  Við höfum ýmsan háttinn á við nýtingu á 

þeim kennurum.  Stundum fer lítill hópur eða hálfur bekkur út úr stofunni en einnig 

nýtum við þá að einhverju leyti inn í bekk.

Dálítið hefur borið á því að nemendur eru ekki með blýant og önnur nauðsynleg 

gögn í skólatöskunni og langar mig til að þið yfirfarið nú pennaveskin hjá 

börnunum ykkar þannig að skólastarfið gangi sem best.

Senn líður að foreldra-nemendaviðtölum, sjá tímann ykkar í fylgiskjali hér að neðan.


Kær kveðja til ykkar allra og megi helgin verða  ykkur góð,Guðrún


15. desember.

Menningardagar 

Við fórum á myndlistarsýningu og fengum kynningu á verkum Brians Pilkingtons. Við erum búin að föndra og búa til jólagjöf.

Við fórum á kaffihús á miðvikudaginn og horfðum á jólamynd.  

Á fimmtudaginn förum við í Lindakirkju.  Við leggjum af stað frá skólanum kl: 8:30 og förum gangandi.

Á föstudaginn er stóra samstund og hefst 9:10.  Hún verður haldin í íþróttahúsi Lindaskóla.  Þennan dag verður rauður dagur í Lindaskóla.  Allir að mæta í einhverju rauðu :)

Á mánudaginn verður náttfata- og kósýdagur hjá 3. bekk.  Það má mæta með bangsa.

Á þriðjudaginn 20. desember eru litlu jólin og verða frá 11:00 til 12:00.  Nemendur mæta prúðbúin í skólann og mega koma með gos og smákökur.  Við byrjum inn í heimastofu og síðan verður haldið á jólaball í íþróttahúsi Lindaskóla.

Kennsla hefst á ný miðvikudaginn 4. janúar 2012 samkvæmt stundaskrá.


Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Kær kveðja, GuðrúnSkólavikan okkar 21. - 25. nóvember.

Við erum dugleg að fara í hringekju þar sem bekkjunum er blandað saman.  Við tókum fyrir lesskilningsverkefnið "Úlfurinn og tranan".  Við lásum söguna, svöruðum spurningum og ræddum síðan um hver boðskapur sögunnar væri.  Seinni tíminn var val.  

Í Einingu erum við að fjalla um ýmis listaverk og skoða form sem við getum fundið í listaverkum.

Á fimmtudag kemur Hendrika Waage til okkar og les úr bók sinni Rikka og töfrahringurinn í Japan.Þann dag ætlum við líka að hafa sameiginlegt bekkjarkvöld fyrir allan árganginn.  Allir koma með eitthvað á hlaðborð og drykk fyrir sig, síðan verður spilað.


7. - 11. nóvember.

 Vikan hjá okkur hefur verið frekar hefðbundin.  Allir duglegir að skrifa og reikna.

Við fórum tvisvar  í hringekju þar sem bekkjunum er blandað saman.

Í Einingu erum við að nota vasareikni.

Við lærðum ljóðið"Hafið bláa hafið!.  Í Ritrúnu erum við að nota orð úr fjörunni og hafinu.

Í Líflsleikni erum við að ræða um hvernig við verjum tíma okkar.

Í ensku erum við að læra um eintölu og fleirtölu. Dæmi:  This is a pencil.  These are pencils.
31. október - 4. nóvember.


Þetta hefur verið löng vika hjá okkur og viðburðarík.

Það kom upp lús í árganginum þannig að allir foreldrar eru hvattir til að kemba hár barnanna og fylgjast vel með því.

Nú fer að líða að foreldra/nemenda viðtölum og biðjum við ykkur að staðfesta með tölvupósti hvort þið komist/komist ekki (sjá fylgiskjal neðar).

Við skiptum um sæti sem við gerum alltaf reglulega a.m.k. einu sinni í mánuði. Við tókum nokkrar kannanir og fórum í lestarpróf hjá Eddu.  Í Einingu erum við að læra ummál og flatarmál og við erum mislangt komin með Sprotabækurnar.

Við fórum líka í Samstund þar sem við sungum af mikilli innlifun.  

Í Samfélagsfræðiverkefninu okkar um Gunnjónu vorum við að skoða hvað er hægt að gera í Reykjavík.  Við skiptum okkur niður í hópa og lékum leikrit um Gunnjónu þegar hún var komin í blokkina og búin að ná í nokkrar hænur til að hafa á svölunum. Nágrannarnir voru misánægðir að hafa þær.  Þessi leikrit vöktu mikla kátínu.26.-29. október


Þetta er búin að vera frekar stutt vika hjá okkur út af vetrarfríinu.  Við ræddum aðeins um vetrarfríið og skrifuðum um það í dagbók.  Í lífsleikni vorum við að spjalla um hvað okkur langar til að verða þegar við verðum stór.  Í Einingu erum við að læra líkindarreikning og gerðum tilraun með 10 kubbum sem við drógum upp úr poka.  Við vorum líka að átta okkur á að ummál getur verið mismunandi þótt flatarmálið sé það sama.  

í íslensku erum við að æfa okkur í einföldum og tvöföldum samhljóða auk þess sem við unnum í Ritrúnu og Skrift.


10 - 14. október. 


Þá er heimasíða 3. GE tilbúin. Ég vona að þið eigið eftir


 að nýta ykkur hana til skemmtunar og fróðleiks. Það 


munu alltaf koma fréttir vikunnar á föstudögum. Svo set


 ég myndir af krökkunum þegar tækifæri gefst og annað


 efni.


Ég lét verkefni nemenda frá því í fyrra vera inni ásamt myndunum, kannski finnst einhverjum gaman að skoða það?


Bestu kveðjur, Guðrún
ĉ
Unknown user,
Feb 17, 2012, 5:23 AM
Ĉ
Unknown user,
Feb 14, 2012, 12:49 AM
Comments