Nemendur náðu að safna 30 stjörnum í mars og því ætlum við að hafa náttfatadag í skólanum föstudaginn 8.apríl. Nemendur mega þá á föstudaginn mæta í náttfötunum sínum og koma með bangsann sinn. Þetta er gert fyrir einstaklega góða vinnusemi og góða umgengni í skólastofunni. 30 stjörnur í mars Nú ætlum við að safna 10 stjörnum hver röð í bekknum. Gul röð: 2 stjörnur. Rauð röð: 2 stjörnur Græn röð: 2 stjörnur. Þegar hver röð hefur náð 10 gerum við eitthvað skemmtilegt saman. 40 stjörnur Nemendur hafa lokið við að safna 10
stjörnum hvert borð eða samtals 40 stjörnur og mega þess vegna koma með
sparinesti í skólann, föstudaginn 21. janúar. Til hamingju með að vera svona stillt og dugleg börn. Sparinestið þarf ekki að innihalda mikinn sykur en
má vera hvað sem hver vill, t.d. jarðaber eða eitthvað úr bakaríinu eða það sem
barninu ykkar þykir gott, Í janúar ætlum við að safna stjörnum og þegar allir hóparnir eru komnir með 10 stjörnur ætlum við að fá að koma með sparinesti í skólann. Bekknum er skipt í fjóra hópa þ.e. gulur , rauður, grænn og blár hópur og ef við stöndum okkur vel í að ganga vel um skólastofuna og vera kurteis og dugleg að læra fáum við stjörnu í lok dagsins. Núna eru allir komnir með 8 stjörnur, til hamingju 2. GE. og áfram svona. Vinna vel í tímum: Allir Ganga vel um skólastofuna: Allir Leika saman í einni krónu og allir komu sáttir inn úr útivist alla vikuna :) |